Líf í alheimi

  • líf, plöntur,

Er líf í geimnum fyrir utan Jörðina? 

Þessari spurningu hafa menn velt fyrir sér um aldir. Og aldrei áður höfum við verið nær því að svara henni.

Á undanförnum árum hafa stjörnufræðingar fundið margar reikistjörnur fyrir utan sólkerfið okkar. Flestar eru alltof heitar fyrir líf en nokkrar gætu verið lífvænlegar.

Alheimurinn gæti verið uppfullur af lífi. Við höfum þó aldrei orðið vör við það svo óyggjandi sé. Hvers vegna? Hvar eru allar geimverurnar?

Vísindamenn eru að reyna að finna líf í geimnum, bæði með því að senda geimför til annarra hnatta og hlusta eftir útvarpssendingum frá geimverum.


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica