Allir leik- og grunnskólar á Íslandi fá góða gjöf
Hversu langt þyrftum við að ferðast frá Jörðinni til að sjá hana í öllu sínu veldi? Mjög langt: Næstum 20.000 km! Það tæki okkur meira en 9 daga að keyra svo langa vegalengd.
Aðeins 24 menn hafa séð Jörðina úr svo mikilli fjarlægð. Það voru geimfararnir sem flugu til tunglsins milli 1968 og 1972.
Úr 20.000 km fjarlægð er Jörðin fagurblá og fannhvít að sjá og iðjagræn og ljósbrún. En það sem meira er, þá sjást engin landamæri utan úr geimnum. Úr geimnum sést að Jörðin pláneta sem við deilum öll saman.
Allir ættu að vita sitthvað um plánetuna sína. Til að hjálpa til við það hafa allir leik- og grunnskólar á Íslandi fengið góða gjöf: Jarðarbolta. Jarðarbolti er uppblásið líkan af plánetunni okkar. Með Jarðarboltanum er hægt að læra á skapandi og skemmtilegan hátt um dag og nótt, árstíðir, sól- og tunglmyrkva og stöðu Jarðar í alheiminum.
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, afhenti leikskólanum Laufásborg í Reykjavík fyrsta Jarðarboltinn í dag. „Landamæralaust hnattlíkan er góð áminning um að við erum öll ein fjölskylda,“ sagði ráðherrann þegar hann afhenti boltann.
Tenglar
- Jarðarboltinn - Verkefnabók — Námsefni fyrir Jarðarboltann
- Frétt um Jarðarboltann á Stjörnufræðivefnum
- EU UNAWE - Universe Awareness for Young Children
Tengdar myndir
- Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, afhenti krökkum í leikskólanum Laufásborg fyrsta Jarðarboltann. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Andri Ómarsson
- Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skoðar Jörðina með áhugasömum leikskólakrökkum. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Andri Ómarsson
- Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, opnaði Geimurinn.is, krakkavef Stjörnufræðivefsins. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Andri Ómarsson
- Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skoðar Jörðina með áhugasömum leikskólakrökkum. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Andri Ómarsson
- Krakkar í leikskólanum Laufásborg með Jarðarbolta. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Andri Ómarsson
- Innlendir styrktaraðilar verkefnisins: CCP, Rio Tinto Alcan, Alcoa Fjarðaál og Landsbankinn. Mynd: Stjörnufræðivefurinn