Sólkerfið - léttlestrarbók úr nýjum bókaflokki

09. desember 2021

  • Solkerfid_cover

Í bókinni Sólkerfið eftir Sævar Helga Bragason er haldið af stað í ferðalag um undraheima sólkerfisins. 

Lesendur fræðast um það af hverju sólin skín, hvers vegna tunglið breytir um svip og hvaða reikistjarna átti einu sinni að heita Georg. Sagt er frá tungli sem lítur út eins og mislukkuð ostapizza, öðru sem minnir á hamborgara í of litlu brauði og enn öðru sem minnir á Helstirni Svarthöfða í Stjörnustríði. 

Bókin er ríkulega myndskreytt skemmtilegum teikningum eftir Elísabetu Rún

Sólkerfið er tilvalin fyrir forvitna og fróðleiksfúsa krakka sem vilja æfa lesturinn og efla vísindalæsið í leiðinni! Eða, eins og gagnrýndi Lestrarklefans sagði

Ég fagna þessari bók og bíð spennt eftir komandi bókum í þessum bókaflokki. Sólkerfið hefur allt með sér sem góð léttlestrarbók að mínu mati. Letrið er hæfilega stórt og magn texta á hverri síðu er passlegur. Kaflarnir eru einnig hæfilega langir en samt þannig uppbyggðir að lítið mál er að stöðva lestur í miðjum kafla. Það sem er hinsvegar allra best er að efni hennar er áhugavert fyrir bæði barnið sem les og foreldrið sem hlustar. Þegar maður hittir á slíka bók við heimalesturinn sem iðulega er sinnt í lok dags, jah slík bók gerir lífið ögn auðveldara og á höfundur hrós skilið

Bókin fæst í öllum bókabúðum

Aðrar bækur eftir Sævar sem eru tilvaldar í jólapakkann:


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica