Sólkerfið
Sólkerfið er hverfið okkar í geimnum. Í miðju þess er stjarna, sólin okkar, og um hana ganga átta reikistjörnur.
Hér getur þú fræðst um sólina, reikistjörnurnar og margt fleira!
Sólkerfið er hverfið okkar í geimnum. Í miðju þess er stjarna, sólin okkar, og um hana ganga átta reikistjörnur.
Hér getur þú fræðst um sólina, reikistjörnurnar og margt fleira!
Sólkerfið er hverfið okkar í geimnum. Í miðju þess er stjarna, sólin okkar, og um hana ganga reikistjörnurnar, tunglin þeirra, smástirni, halastjörnur og loftsteinar. Allir hnettir, stórir sem smáir, á sporbaug umhverfis sólina eru hluti af sólkerfinu okkar.
Lesa meiraÍ miðju okkar sólkerfis er stjarna: Sólin. Hún veitir okkur birtu og yl svo án hennar værum við ekki til. En úr hverju er sólin? Hvað er hún langt í burtu? Af hverju skín hún og hættir hún einhvern tímann að skína? Hér finnur þú svör við þessum spurningum og ýmsum öðrum!
Merkúríus er innsta og minnsta reikistjarna sólkerfisins. Merkúríus er bergreikistjarna með gígótt og gamalt yfirborð sem minnir einna helst á tunglið. Á Merkúríusi eru fjórir gígar nefndir eftir Íslendingum.
Lesa meiraVenus er næst innsta reikistjarnan. Á Venusi er einn dagur lengri en árið. Venus hefur þykkan lofthjúp sem er að mestu úr koldíoxíði og á yfirborðinu er hærra hitastig en í bakaraofni. Venus er illa tvíburasystir jarðar.
Jörðin er þriðja reikistjarnan frá sólu og sú fimmta stærsta. Jörðin er í um 150 milljón km fjarlægð frá sólinni og snýst einn hring um hana á einu ári. Jörðin er einstök meðal reikistjarna sólkerfisins: Á henni er líf!
Lesa meiraTunglið er eini náttúrulegi fylgihnöttur jarðar. Tunglið er fjórðungur af stærð jarðar og í um 384.000 km fjarlægð. Yfirborð tunglsins er mjög gígótt og gamalt. Tunglið er eini hnötturinn sem menn hafa heimsótt utan jarðar.
Lesa meiraÁ himninum er hann blóðrauður og ber því nafn stríðsguðsins Mars en er líka stundum kallaður rauða reikistjarnan. Stundum geysa á honum miklir rykstormar svo aðeins himinhá eldfjöll stinga upp kollinum. Kannski var líf þarna einu sinni?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólinni. Hann er gasrisi og hefur því ekkert fast yfirborð. Júpíter er langstærsta reikistjarna sólkerfisins.
Satúrnus er næst stærsta reikistjarna sólkerfisins. Hann er gasrisi líkt og Júpíter og hefur því ekkert fast yfirborð. Hringarnir eru hans helsta einkenni. Þeir eru úr ís og ryki og alveg einstaklega tignarlegir á að líta í gegnum góðan stjörnusjónauka.
Lesa meiraÚranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu. Úranus er örlítið stærri að þvermáli en Neptúnus en massinn er ögn minni. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu.
Lesa meiraNeptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sólu. Neptúnus er vatnsrisi eins og Úranus vegna þess hve kalt er svo utarlega í sólkerfinu. Hann hefur hringa líkt og hinar reikistjörnur ytra sólkerfisins.
Lesa meiraPlútó er dvergreikistjarna en var eitt sinn í hópi reikistjarna. Hann er mun minni en mörg af tunglum reikistjarnanna. Plútó er að mestu úr blöndu íss og bergs. Enginn veit nákvæmlega hvað leynist á yfirborði hans. Um Plútó ganga fimm tungl.