Stjörnuskoðun
Gott er að undirbúa sig vel áður en haldð er út í stjörnuskoðun. Kynntu þér hvað hægt er að sjá á himninum í kvöld. Er gott veður? Sjást norðurljós? Mundu að klæða þig mjög vel!
Hvað sést á himninum í kvöld?
Það er alltaf eitthvað áhugavert á sjá á himninum á hverju kvöldi.
Í hverjum mánuði útbúum við stjörnukort fyrir Ísland sem er dreift ókeypis hér á Stjörnufræðivefnum. Með því er auðveldara að átta sig á helstu stjörnumerkjum og mynstrum á himninum.
Í vefþættinum Sjónaukanum er einnig farið yfir það helst sem sést á himni í hverjum mánuði.
Viðrar vel til stjörnuskoðunar í kvöld?
Stjörnuáhugafólk verður að sjálfsögðu að fylgjast vel með veðurspám. Hér að neðan eru kort frá Veðurstofu Íslands sem sýna staðaspár, vindaspár, hitaspár og úrkomuspár - nokkuð sem við nýtum okkur alltaf þegar við höldum út í stjörnuskoðun.
Skoðaðu líka norðurljósa og skýjahuluspá fyrir Ísland á vefsíðu Veðurstofunnar.
Sjást norðurljós í kvöld?
Eru líkur á að norðurljós sjáist í kvöld? Á heimasíðu Veðurstofu Íslands má finna norðurljósaspá. Þú getur líka skoðað myndina hér undir. Ef kleinuhringslaga beltið liggur yfir Íslandi og er appelsínugult eða rauðleitt eru góðar líkur á að norðurljós sjáist á himninum um kvöldið eða nóttina.
Ef guli hringurinn er yfir Íslandi eru góðar líkur á að norðurljós sjáist á himninum! Appelsínugulur eða rauður litur táknar að segulvirkni sé mikil sem eykur líkurnar á norðurljósum enn frekar. |