Bogmaðurinn

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Bogmaðurinn

Samkvæmt grískum goðsögnum er Bogmaðurinn mannfákur (kentár) og því til helminga hestur og maður.

Hann var sonur Satúrnusar og Plýlýru og á að hafa brugðið sér í líki hests til að flýja afbrýðisama eiginkonu sína, Reu.

Þótt mynstur björtustu stjarnanna minni á teketil má sjá bogmann með hestbúk beina ör að Sporðdrekanum.

Bogmannsmerkið er annað af tveimur merkjum sem tákna mannfáka á himninum. Hinn eiginlegi Mannfákur er nokkru sunnar á himinhvelfingunni. 

Bogmaðurinn sést ekki nema að litlu leyti frá Íslandi. Þú getur séð stjörnukort af merkinu hér.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica