Krabbinn

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Krabbinn

Krabbinn kemur fram sem aukapersóna í annarri af tólf þrautum Heraklesar.

Þar barðist Herakles við Lernuorminn (stjörnumerkið Vatnaskrímslið) og kom krabbinn upp úr feninu og beit Herakles í fótinn. Herakles reiddist, steig á krabbann og kramdi.

Að launum fékk Hera, óvinur Heraklesar, Krabbanum stað á himninum meðal stjarna dýrahringsins þar sem hann er enn þann dag í dag.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica