Ljónið

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Ljónið

Ljóninu var komið fyrir á himninum vegna þess að það er konungur dýranna.

Merkið táknar Nemuljónið, óargardýr í grískri goðafræði sem Herakles drap í fyrstu þraut sinni af tólf.

Nemuljónið hafði feld sem var járn-, brons- og steinheldur, eins og Herakles komst að raun um þegar hann skaut ör að ljóninu sem hrökk af því. Þessi stað tókst hann á við ljónið í fangabrögðum og kyrkti það.

Í leiðinni missti hann einn fingur. Notaði hann síðan hnífbeittar klær ljónsins til að flá það og hafði síðan haus þess í stað hjálms og feldinn sem kufl.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica