Nautið

  • stjörnumerki, stjörnuhiminn, Nautið

Nautið er eitt elsta stjörnumerki næturhiminsins. Varðveist hafa hellamálverk frá Krít sem sýna naut á himninum en það var einnig dýrkað sem tákn frjósemi og vorsins í Mið-Austurlöndum.

Tvær grískar goðsögur eru tengdar Nautinu. Venjulega er sagt að merkið tákni Seif í dulargervi, þegar hann rændi prinsessu frá Fönikíu, Evrópu að nafni.

Seifur hafði heillast af fegurð Evrópu. Hann sagði Hermesi syni sínum að reka nautgripi Fönikíukonungs að strönd þar sem Evrópa var að leik ásamt nokkrum öðrum stúlkum.

Til að vekja ekki ugg brá Seifur sér í nautslíki og blandaði geði við hjörðina á meðan hann beif tækifæris til að hrífa Evrópu á brott.

Höfundur: Sævar Helgi Bragason


 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica