Vatnsberinn
Þekktasta goðsagan um stjörnumerkið Vatnsberann tengir það við Ganýmedes Trójuprins.
Seifur hreifst af Ganýmedesi og sótt hart að fá hann til sín á Ólympusfjall. Brá hann sér í líki arnar (samanber stjörnumerkið Örninn) og flaug með hann upp á Ólympustind svo hann gæti borið í guðina ódáinsveigar eða nektar sem varðveitti æskublómann.
Heru leist eins og venjulega illa á hinn unga prins því hún leit á hann sem keppinaut um hylli eiginmanns síns.
Svo fór að lokum að Seifur kom Ganýmedesi fyrir á himninum sem stjörnumerkið Vatnsberann. Þar hellir hann úr bikar sínum vatni til Suðurfisksins.
Höfundur: Sævar Helgi Bragason