Að vera ungur í anda

17. desember 2012

  • NGC 6388, kúluþyrping

Sumt fólk er í fullu fjöri á níræðisaldri á meðan aðrir eru ellihrumir um fimmtugt. Hvernig fólk eldist veltur ekki aðeins á fjölda ára sem það hefur lifað, heldur líka hvernig það hefur lifað. Reykingar, drykkja og óhollur matur getur látið mann líta út fyrir að vera miklu eldri en maður er og að maður lifir skemur. Svo virðist sem hið sama eigi við um stjörnuþyrpingar!

Kúluþyrpingar eins og þessi sem sést á myndinni eru hópar stjarna sem þyngdarkrafturinn bindur þétt saman. Þær myndast hratt svo allar stjörnurnar verða til um það bil samtímis. Stjörnurnar á myndinni eru meðal þeirra elstu í alheiminum. Þær urðu til fyrir um 13 milljörðum ára en alheimurinn sjálfur er aðeins 13,7 milljarða ára gamall! Nú hafa stjörnufræðingar fundið nokkuð skrítið djúpt í hjarta þessara gömlu stjörnuhópa: Ungar stjörnur!

Reyndar eru þessar dularfullu, ungu stjörnur í raun og veru gamlar. Þær hafa bara gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Þegar tvær gamlar stjörnur rekast saman flyst efni á milli. Önnur stjarnan fær auka eldsneyti frá hinni. Stjarnan vex og verður þyngri og þungar stjörnur falla inn að kjarna þyrpingarinnar. Nýja eldsneytið gerir þessum stjörnum kleift að skína skærar og gefur þeim unglegt úti. Ráðgátan leyst!

Skemmtileg staðreynd: Eitt sinn réðu kúluþyrpingar ríkjum í Vetrarbrautinni okkar. Þegar hún myndaðist fyrst voru sennilega mörg þúsund kúluþyrpingar á sveimi. Í dag eru aðeins um 150 eftir!

UNAWE, Universe Awareness for Young Children Space Scoop

Tengdar myndir

  • NGC 6388, kúluþyrpingHér sést kúluþyrpingin NGC 6388 sem er miðaldra, þótt hún sé tíu milljarða ára gömul! Mynd: ESO/F. Ferraro (University of Bologna)

 

Vekur áhuga yngsta fólksins á undrun alheimsins!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica