Í bókinni Hamfarir er fjallað um nokkra glötuðust atburðina sem orðið hafa í sögu Jarðar. Hvað gerðist þegar risaeðlurnar dóu út? Hvernig varð tunglið til? Árekstrar, snjóboltajörð og risaeldgos
Lesa meiraSólkerfið er léttlestrarbók fyrir krakka úr nýjum bókaflokki um náttúruna, vísindi og tækni. Bókin hentar öllum þeim sem eru að læra að lesa og auðvitað þeim foreldrum sem vilja lesa eitthvað fróðlegt og skemmtilegt með börnunum sínum.
Lesa meiraStjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna fjallar um undrin sem sjá má á næturhimninum, frá sólsetri til sólarupprásar.
Lesa meiraFöstudagsmorguninn 20. mars 2015 verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá landinu öllu. Í tilefni myrkvans færa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness , Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá öllum grunnskólanemendum og kennurum þeirra sérstök sólmyrkvagleraugu svo allir geti fylgst með þessu sjaldgæfa sjónarspili á öruggan hátt.
Lesa meiraStundum er vont veður á sólinni, alveg eins og á Jörðinni, bálhvasst og úrhellisrigning. Ólíkt stormum á Jörðinni er regnið á sólinni ekki úr vatni, heldur rafmögnuðu, ofurheitu gasi sem kallast rafgas eða plasma.
Lesa meiraHvað gerist ef við beinum Hubble geimsjónaukanum að svæði sem virðist tómt á himninum? Útkoman er mynd sem ferðast með okkur út að endimörkum alheimsins!
Lesa meiraVið uppgötvun sífellt eitthvað nýtt um alheiminn. Sumar uppgötvanir eru áhugaverðari en aðrar — eins og til dæmis uppgötvun þessarar viku sem leysir 35 ára gamla ráðgátu
Lesa meiraSólarhringurinn er mismunandi milli reikistjarna Til dæmis er sólarhringurinn á Júpíter aðeins 10 klukkustundir. Nú hafa stjörnufræðingar líka mælt lengd sólarhringsins á reikistjörnu fyrir utan sólkerfið okkar!
Lesa meiraStjörnufræðingar hafa í fyrsta sinn fundið hring í kringum smástirni.
Lesa meiraStjörnufræðingar hafa í fyrsta sinn kannað það sem leynist innan í smástirninu Itokawa. Í ljós kom að smástirnið varð til þegar tvö smástirni rákust á og festust saman!
Lesa meiraÁ myndinni sést fyrirbæri sem lítur út eins og halastjarna. Í raun er þarna þó smástirni. En hvers vegna er það með hala?
Lesa meiraÁ næturhimninum á suðurhveli, í órafjarlægð frá Jörðinni, er Toby Jug þokan, sem sést í ótrúlegum smáatriðum á þessari nýju ljósmynd. Föla gasskýið umlykur rauða risastjörnu sem er fimm sinnum efnismeiri en sólin okkar!
Lesa meiraArtemis er veiðigyðjan og með þessari mynd hefur hún fangað bráð sína: Kattarloppuþokuna. Á myndinni sést stórt ský úr litríku gasi þar sem fjöldinn allur af ungbarnastjörnum eru að fæðast!
Lesa meiraHér sést Rækjuþokan. Á myndinni eru mörg hundruð bláleitar stjörnur, glitrandi innan um glóandi gasský. Litadýrð þokunnar veldur því að hún minnir á rækju, syndandi í hafdjúpinu.
Lesa meiraStjörnufræðingar hafa lengi átt í stökustu vandræðum með að kortleggja miðbungu Vetrarbrautarinnar. Nú hefur hins vegar óvænt komið í ljós að miðbungan er eins og hneta í laginu!
Lesa meiraÞegar stjörnur á borð við sólina okkar deyja varpa þær ystu gaslögum sínum út í geiminn, líkt og þær drægju andann í hinsta sinn. Gasið svífur út í geiminn og myndar falleg og tignarleg ský — hringþokur.
Lesa meiraAllir ættu að vita sitthvað um plánetuna sína. Til að hjálpa til við það hafa allir leik- og grunnskólar á Íslandi fengið góða gjöf: Jarðarbolta.
Lesa meiraBarnastjörnur í geimnum geta verið mjög ofsafengnar. Þær kasta frá sér efni á ógnarhraða — stróka sem ferðast á mörg þúsund kílómetra hraða á klukkustund.
Lesa meiraStjörnufræðingar fylgjast nú náið með sjaldséðum atburði: Risasvartholinu í miðju okkar vetrarbrautar gæða sér á gasskýi!
Lesa meiraÁ myndinni sést hringþoka, leifar stjörnu sem dó hægt og rólega. Þessi tiltekna þoka nefnist „Trúðaþokan“, sérðu hvers vegna?
Lesa meiraÞað er auðvelt að vera góðu vanur í lífinu... sérstaklega því sem við sjáum ekki. Í dag ætlum við að velta fyrir okkur hversu heppin við erum að reikistjarnan okkar hafi ósýnilegan hjúp: Lofthjúp!
Lesa meiraFyrir tíu árum þaut Mars Express af stað frá Jörðinni og hóf ferðalag sitt til Rauðu reikistjörnunnar. Síðan þá hefur geimfarið hringsólað um Mars og unnið baki brotnu við að varpa ljósi á leyndardóma þessa dularfulla hnattar.
Lesa meiraHvernig verða reikistjörnur til? Þessari spurningu er ALMA sjónaukinn að reyna að svara. Nú hafa stjörnufræðingar fundið halastjörnuverksmiðju í fjarlægu sólkerfi
Lesa meiraFyrirbærið á þessari mynd minnir á brjóstsykur sem búið er að vefja í tannþráð. Í raun er hér þó um að ræða teikningu listamanns af mjög sérkennilegri tegund nifteindastjörnu sem kallast segulstjarna.
Lesa meiraInnan í skýinu sem hér sést er um það bil –250°C frost! Þetta er fæðingarstaður stjarna!
Lesa meiraÍ alheiminum urðu mestu hrinur stjörnumyndunar í mjög rykugum vetrarbrautum. Þetta sama ryk og gerði vetrarbrautirnar frjósamar byrgir okkur líka sýn á þær svo erfitt er að koma auga á þær með venjulegum sjónaukum.
Lesa meiraFyrir nokkrum vikum fylgdust stjörnufræðingar spenntir með því, þegar svarthol rankaði við sér eftir nokkurra áratuga blund og hóf að svolgra í sig kjarngóðan morgunverð!
Lesa meiraVetrarbrautin okkar er ekki aðens risavaxin bjálkaþyrilþoka heldur líka miðpunktur gríðarmikils veldis og ríkir yfir um 20 smærri vetrarbrautum sem hringsóla í kringum hana. Stjörnurnar og gasbogarnir glóandi þessari mynd eru í einni þessara vetrarbrauta.
Lesa meiraEf svarið við spurningunni er „vetrarbraut“ eða, sem væri enn betra, „þyrilvetrarbraut“, þá er það rétt hjá þér!
Lesa meiraÁ þessari mynd sést hópur nýgræðinga í hverfinu okkar í geimnum. Þessar stjörnur eru ungabörn, ekki nema um 20 til 35 milljóna ára gamlar!
Lesa meiraÍ dag opnaði glænýr sjónauki sem nefnist ALMA augun. Þessi risasjónauki er sá stærsti í heiminum:
Lesa meiraNifteindastjörnur eru leifar stjarna sem hafa sprungið. Þær eru þéttustu fyrirbærin í alheiminum á eftir svartholum en hversu stórar eru þær?
Lesa meiraÞegar stjörnufræðingar notuðu Chandra röntgengeimsjónaukann tóku þeir eftir sérkennilegri, afmyndaðri lögun sprengistjörnuleifar og vissu strax að eitthvað óvenjulegt hafði átt sér stað. Eftir að hafa gaumgæft gögnin áttuðu stjörnufræðingarnir sig á því að þeir gætu hafa fundið ungt svarthol í þessu skýi!
Lesa meiraAppelsínugula skýið á þessari tölvugerðu mynd er skífa úr afgangsefni frá myndun stjörnu sem er í miðjunni. Í skífu eins og þessari eru öll hráefnin í reikistjörnur! Ef stjörnufræðingar vilja vita hversu margar reikistjörnur skífan gæti búið til, þarf að kanna hversu þung hún er.
Lesa meiraÁ nýrri mynd sést bleikglóandi gasbóla fyrir framan stjörnur í bakgrunni. Þetta er fallegt ský en hættulegt!
Lesa meiraMars er sú reikistjarna sem líkist jörðinni okkar. Við komumst alltaf sífellt betur að því að í langan tíma var Mars í raun blá reikistjarna, þakin stöðuvötnum, ám og höfum eins og jörðin!
Lesa meiraEkki er allt sem sýnist, sérstaklega í himingeimnum. Á auðu svæðunum á himninum eru gjarnan áhugaverðustu fyrirbærin falin. Þessi nýja og fallega ljósmynd sýnir glóandi ský úr geimryki fyrir framan skínandi stjörnur í bakgrunni.
Lesa meiraMargt fólk víða um heim trúir því að draugar séu til og segjast sumir meira að segja hafa séð drauga. Þú getur nú talið sjálfa(n) þig þeirra á meðal! Þessi draugalega mynd sýnir nefnilega massamikla stjörnu í framhaldslífi sínu. Segja mætti að hún sé „draugastjarna.“
Lesa meiraStjörnufræðingar hafa tekið mynd af kúluþyrpingu sem geymir margar framandi stjörnur
Lesa meiraMeð því að nota stóran, öflugan og nýjan sjónauka sem heitir ALMA hafa stjörnufræðingar komið auga á forvitnilega gasstrauma sem rekja má til risareikistjarna í fæðingu
Lesa meiraSumt fólk er í fullu fjöri á níræðisaldri á meðan aðrir eru ellihrumir um fimmtugt. Hvernig fólk eldist veltur ekki aðeins á fjölda ára sem það hefur lifað, heldur líka hvernig það hefur lifað. Svo virðist sem hið sama eigi við um stjörnuþyrpingar!
Lesa meiraFallega vetrarbrautin sem sést á myndinni hér fyrir ofan er hluti af kerfi þriggja vetrarbrauta sem þyngdarkrafturinn bindur saman og kallast Ljónsþrenningin. Hún er þyrilvetrarbraut sem hefur afmyndast vegna þess að nágrannar hennar toga í hana.
Lesa meiraStjörnufræðingar hafa fundið nýja og bjarta tegund vetrarbrauta sem er eiturgræn á litinn. Þessar vetrarbrautir hafa verið kallaðar grænar baunir!
Lesa meiraSvarthol hafa slæmt orðspor; þau eru þekkt fyrir að sjúga efni til sín svo það sést aldrei aftur. Færri vita að þau mynda stundum öfluga stróka sem varpa efni út í geiminn. Stjörnufræðingar hafa nú uppgötvað orkuríkasta strókinn sem sést hefur en frá honum kemur svo mikið efni að það dygði til að mynda 400 sólir á ári!
Lesa meiraÍ fjarlægri kúluþyrpingu eru stjörnur sem eru óvenju unglegar í útlit, þrátt fyrir að vera um 10 milljarða ára gamlar.
Lesa meiraStjörnufræðingar hafa tekið mynd sem er 9.000 megapixlar og sýnir meira en 84 milljónir stjarna við miðju Vetrarbrautarinnar.
Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu í kringum stjörnuna Alfa Centauri B sem er ein af nálægustu stjörnunum við sólina okkar. Reikistjarnan er álíka stór og jörðin en miklu, miklu heitari!
Lesa meiraÞegar stjörnur eins og sólin deyja, þenjast þær út og verða rauðir risar. Risastjörnurnar eiga í vandræðum með að halda í ystu efnislög sín og missa þau út í geiminn. En hvers vegna varð þessi þyrilmyndun til?
Lesa meiraStundum þegar við horfum upp í himininn að degi til sjáum við mynstur í skýjunum. Þegar stjörnufræðingar skoða ský í geimnum sjá þeir líka ýmis mynstur, t.d. fugla!
Lesa meira